08.10.2020
Vinstri skyttan Andri Dagur Ófeigsson hefur samið við Selfoss til eins árs. Andri, sem er aðeins 21 árs gamall, kemur frá Fram, þar sem hann er uppalinn.
06.10.2020
Ljóst er að samkomutakmarkanir sem heilbrigðisráðherra kynnti í kvöld munu ekki hafa áhrif á æfingar Umf. Selfoss sem geta farið fram með hefðbundnum hætti.Sóttvarnarreglur sem ráðherra gaf út gilda bara á höfuðborgarsvæðinu. Því er heimilt að æfa og reyndar líka keppa, í íþróttum utan höfuðborgarsvæðisins.
06.10.2020
Í ljósi hertra samfélagslegra aðgerða til að sporna við útbreiðslu Covid-19 sem meðal annars fela í sér 20 manna fjöldatakmörkun á samkomum þarf að fresta aðalfundi Umf.
04.10.2020
Útlit er fyrir að æfingar hjá Umf. Selfoss verði með hefðbundnu sniði á morgun. Íþróttahreyfingin greinir frá því að ýmsar takmarkanir séu á íþróttastarfi til að hefta útbreiðslu kórónuveiru.
03.10.2020
Í ljósi þess að fjöldi iðkenda Umf. Selfoss er í sóttkví og þeirrar óvissu sem ríkir um framkvæmd æfinga yngri iðkenda á næstu dögum falla allar æfingar í yngri flokkum Umf Selfoss falla niður á morgun, sunnudag.Nánari upplýsingar og tilmæli koma frá stjórnvöldum á morgun, sunnudag, og mun félagið gefa út tilkynningu varðandi æfingar félagsins í framhaldi af því.
28.09.2020
Haustmót Lyftingasambands Íslands fór fram með pompi og prakt hjá Lyftinganefnd Umf. Selfoss í húsnæði Crossfit Selfoss á laugardag.