15.12.2020
Í áskorun frá íþróttahreyfingunni er fagnað þeim tilslökunum sem gerðar eru í nýrri reglugerð um íþróttastarf en lýst þungum áhyggjum af unglingunum á framhaldsskólaaldri.
Hér að neðan er áskorun frá íþróttahéruðunum vegna íþróttastarfs fyrir iðkendur á framhaldsskólaaldri.
09.12.2020
Aðalfundur Ungmennfélags Selfoss árið 2020 verður haldinn í fjarfundi miðvikudaginn 16. desember klukkan 20:00. Fyrirhugað var að halda fundinn í vor og aftur í haust en í bæði skiptin var ákveðið að fresta honum vegna heimsfaraldursins af völdum Covid-19.
Aðalfundur Umf.
19.11.2020
Félagsmálaráðuneytið hefur opnað fyrir umsóknir á íþrótta- og tómstundastyrkjum fyrir börn sem koma frá tekjulágum heimilum þar sem markmiðið er að jafna tækifæri þeirra til þátttöku í skipulögðu íþrótta- og frístundastarfi.Rannsóknir hafa sýnt að mikilvægt er að halda sem flestum börnum virkum í íþrótta- og frístundastarfi og tryggja jafnt aðgengi barna og unglinga að slíku starfi.
16.11.2020
Það er mikið fagnaðarefni að íþróttastarf geti hafist að nokkru leyti á miðvikudag en þá geta börn á leik- og grunnskólaaldri (fædd 2005 og síðar) hafið æfingar með og án snertingar.
11.11.2020
Helgi S. Haraldsson, formaður frjálsíþróttadeildar Umf. Selfoss og varaformaður Héraðssambandsins Skarphéðins (HSK), skrifar grein um áhrif COVID-19 á íþróttastarfið og íþróttahreyfinguna í nýjasta tölublað Dagskrárinnar.Á tímum sem þessum, þegar Covid-19, heldur öllu í heljargreipum, er nauðsynlegt að allir hugsi vel um sig og sína.