Fréttir

Fréttabréf UMFÍ

Alexander Már Egan áfram á Selfossi

Hornamaðurinn örvhenti Alexander Már Egan hefur framlengt samning sinn við handknattleiksdeild Selfoss til tveggja ára.  Alexander er uppalinn Selfyssingur og hefur leikið um árabil með meistaraflokki þrátt fyrir að vera aðeins 24 ára og var með stórt hlutverk í liðinu þegar Íslandsmeistaratitillinn vannst.Deildin er gríðarlega ánægð að Alexander skuli framlengja við félagið og verður hann áfram einn af lykilmönnum liðsins.

Sumartilboð Jako

Miðvikudaginn 9. júní verður Jako með sumartilboð fyrir félagsmenn Umf. Selfoss í Tíbrá að Engjavegi 50 milli klukkan 16 og 19.Það verður boðið upp á á félagsgalla Umf.

Nýr og glæsilegur frístundavefur Árborgar

Opnaður hefur verið nýr frístundavefur fyrir Sveitarfélagið Árborg. Vefurinn kemur í stað hins svokallaða „Sumarbæklings Árborgar" sem hefur verið gefin út mörg undanfarin ár. Á vefnum eru allar helstu upplýsingar um námskeið og afþreyingu í sveitarfélaginu og nágrenni þess í sumar en markmiðið er að vefurinn muni allt árið birta upplýsingar um frístundastarf og afþreyingarmöguleika í sveitarfélaginu fyrir alla aldurshópa.

Fréttabréf ÍSÍ

Fréttabréf UMFÍ

Fréttabréf UMFÍ

ÍSÍ | Hjólað í vinnuna hefst 5. maí

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands stendur í  nítjánda sinn fyrir , heilbrigðri vinnustaðakeppni um allt land, dagana 5.-25. maí.

Barbára Sól og Dagur Fannar íþróttafólk Umf. Selfoss 2020

Fyrir aðalfund Umf. Selfoss sem fór fram í fjarfundi fimmtudaginn 29. apríl var tilkynnt um val á íþróttafólki Umf. Selfoss fyrir árið 2020.

Fréttabréf UMFÍ