1. flokkur Íslandsmeistarar!

1. flokkur Íslandsmeistarar!

Miðvikudaginn 17. apríl síðastliðinn fór fram Íslandsmót fullorðinna í hópfimleikum. Fimleikadeild Selfoss átti þar eitt lið, lið í 1. flokki. Stelpurnar áttu stórgóðan dag að mestu, einhverjir smá hnökrar urðu á æfingunum þeirra en engu að síður náðu þær að landa Íslandsmeistaratitli, eftir harða baráttu við Gerplu og Stjörnuna. Þær urðu einnig Íslandsmeistarar 2 einstökum áhöldum, dýnu og trampólíni. Þessi árangur er mjög aðdáunarverður þar sem keppni í 1. flokki hefur verið mjög hörð í vetur, en stelpurnar eru að keppa sinn fyrsta vetur í 1. flokki og eru því á yngsta ári. Virkilega góður árangur hjá þessu unga liði. Innilegar hamingjuóskir til þeirra og þjálfara þeirra!