1 gull, 2 silfur og 1 brons hjá 4. flokki um helgina

4. flokkur 4

1 gull, 2 silfur og 1 brons hjá 4. flokki um helgina

4. flokkur 4

Selfoss átti fjögur lið í 4. flokki á Íslandsmóti yngri flokka, sem fór fram í íþróttahúsinu í Digranesi um helgina. 

Fyrsta lið sem keppti var 4. flokkur 4, sem eru á myndinni hér til vinstri, en þær voru að keppa í C-deildinni snemma á sunnudagsmorgninum. Stelpurnar áttu frábæran dag en þær hafa náð miklum framförum í vetur. Þær unnu dýnuna, voru í 2. sæti í gólfæfingum og enduðu í 3. sæti samanlagt, með brons um hálsinnog stórt bros á vör. 

Um hádegisbilið keppti 4. flokkur B, en þar átti Selfoss 2 lið, 4. flokk 2 og 4. flokk 3. Liðin áttu bæði mjög góðan dag, þar sem þau röðuðu sér í efstu 2-3 sætin á öllum áhöldum og náðu svo að uppskera 1. og 2. sætið í samanlögðum stigum. 

4. flokkur 2 var í 2. sæti á öllum sínum áhöldum og endaði samanlagt í 2. sæti eftir daginn, virkilega flottur árangur hjá þessum efnilegu og duglegu stelpum, sem voru fyrir skömmu síðan kosnar lið ársins á Minningarmótinu okkar.

4. flokkur 24. flokkur 2

4. flokkur 3 sigraði flokkinn, en þær unnu bæði dýnuna og trampólin og urðu í 3. sæti í gólfæfingum. Þessar stelpur hafa átt góðan vetur, verið að bæta sig í stökkum og dansi og eru farnar að gera hreinar og flottar æfingar.

4. flokkur 34.flokkur 3

Í lok dagsins keppti svo 4. flokkur 1, en þær voru í harðri baráttu um Íslandsmeistaratitil í A-flokki. Þær unnu gólfæfingar og dýnuna og lentu í 3. sæti á trampólíni, þar sem var aðeins um hnökra í lendingum. Í samanlögðum stigum lentu þær í 2. sæti, aðeins 0,065 stigum frá 1. sætinu – sem er líklega einn minnsti munur sem nokkurn tímann hefur reiknast í úrslitum á Íslandsmeistaramóti.

4. flokkur 1
4. flokkur 1

Í heildina var þetta frábær dagur hjá öllum liðunum í 4. flokki sem mættu fullar af leikgleði og gengu út með stór bros og mikið stolt. Innilega til hamingju með frábæran árangur, kæru iðkendur og þjálfarar. Áfram Selfoss!