5 iðkendur fimleikadeildar Selfoss á Evrópumót í hópfimleikum

5 iðkendur fimleikadeildar Selfoss á Evrópumót í hópfimleikum

 

 

 

 

 

Dagana 1. – 4. desember fer fram Evrópumót í hópfimleikum í Guimaraes í Portúgal. Ísland sendir 4 lið á mótið, tvö lið í fullorðinsflokki og tvö í unglingaflokki. Langur og strangur undirbúningur hefur verið fyrir mótið og voru lokahópar tilkynntir 29. október sl. Fimleikadeild Selfoss á 5 iðkendur í lokahópnum, 4 stelpur í stúlknaliðinu, Auði Helgu, Birtu Sif, Evelyn Þóru og Karolínu Helgu og 1 strák í blönduðu liði unglinga, Sindra Snæ. Krakkarnir hafa alfarið æft með landsliðum sínum síðan í byrjun hausts í um 15 klukkustundir á viku en auk þess hefur talsverður tími farið í akstur því flestar æfingarnar hafa farið fram á höfuðborgarsvæðinu.

Fimleikadeildin er afar stolt af fulltrúum sínum en þau eru öll uppalin í deildinni og eru miklar fyrirmyndir. Stelpurnar fjórar skipa stóran sess í stúlknaliðinu en aðeins eru 12 stúlkur í liðinu. Selfoss á því 33,3 % liðsins sem er afar eftirtektarvert. Krakkarnir hefja keppni miðvikudaginn 1. desember en þá fer fram undankeppni. 6 efstu liðin úr undankeppninni komast í úrslit sem fara fram föstudaginn 3. desember.

Fimleikadeild Selfoss óskar fulltrúum sínum góðs gengis á mótinu. Það verður spennandi að fylgjast með gengi þeirra.

Hér er linkur á undankeppnina miðvikudaginn 1.desember 

Watch TeamGym Europeans Gymnastics – Guimaraes 2021 LIVE (gymnasticstv.live)