Aðstöðuleysi háir starfi fimleikadeildar

Aðstöðuleysi háir starfi fimleikadeildar

Fimleikadeild Selfoss hélt aðalfund sinn í Tíbrá þriðjudaginn 19. mars þar sem kom fram að aðstöðuleysi háir deildinni en afar erfitt er að fjölga iðkendum þar sem íþróttahúsið Baula en nú fullsetið. Fjármál deildarinnar eru í járnum en með útsjónarsemi og öflugri sjálfboðavinnu er deildin rekin réttu megin við strikið.

Nýja stjórn skipa f.v. Gerður Sif Skúladóttir (ritari), Ágúst Sigurjónsson, Jóhann Böðvar Sigþórsson (gjaldkeri), Ingibjörg Garðarsdóttir (formaður), Jón Þorkell Gunnarsson og Guðrún Ásta Garðarsdóttir. Á myndina vantar Björk Guðbjörnsdóttur.