Æfingabúðir á Ítalíu

Æfingabúðir á Ítalíu

Á laugardaginn kemur heldur myndarlegur hópur fimleikastúlkna ásamt fimm þjálfurum til Cesenatico á Ítalíu í æfingabúðir. Hópar frá Selfossi hafa áður farið á þennan stað og látið vel af. Í Cesenatico er flott aðstaða til fimleikaiðkunar og koma hópar þangað alls staðar að úr Evrópu. Aðstaðan sem er bæði innan- og utandyra er öll til fyrirmyndar. Æfingabúðirnar eru gott start inn í vetrarstarfið og er mikil tilhlökkun innan hópsins sem telur 44 stúlkur á aldrinum 13-17 ára. Hópurinn snýr til baka laugardaginn 24. ágúst.

Tags: