Æfingahópur fyrir 13 ára og eldri

Æfingahópur fyrir 13 ára og eldri

Í haust ætlum við að byrja með nýjan hóp fyrir iðkendur 13 ára og eldri. Hópurinn verður fyrir þá sem vilja æfa fimleika án þess að taka þátt í keppni. Æft verður 3x í viku og verður lögð áhersla á skemmtilegar og uppbyggilegar æfingar, gott þrek og tækni. Dansæfingar verða 1x í viku. Stefnt er að því að vera með skemmtilega æfingaferð fyrir hópinn út fyrir landsteinana næsta sumar, ef næg þátttaka næst.

Þeir iðkendur sem hafa nú þegar forskráð sig en hafa áhuga á að vera í æfingahóp sem þessum, eru beðnir um að hafa samband á fimleikar@umfs.is og láta vita, annars verða þeir skráðir í keppnishóp.

Ef einhver hefur ekki skráð sig en hefur áhuga á að taka þátt í þessum skemmtilega hóp, er ekki of seint að skrá sig og er hægt að gera það á sama netfangi. Við bendum þó á að við verðum að sjálfsögðu með keppnishóp fyrir sama aldur, en iðkendur eru sjálfkrafa skráðir í hann ef þeir óska ekki eftir að fara í æfingahóp.