Aníta Þorgerður ráðin sem deildarstjóri yngsta stigs

Aníta Þorgerður ráðin sem deildarstjóri yngsta stigs

Við erum stolt að segja frá því að Aníta Þorgerður Tryggvadóttir hefur verið ráðin sem deildarstjóri yngsta stigs hjá okkur. Hún tekur þar við af Þyrí Imsland sem við þökkum í leiðinni fyrir gott starf síðustu ár

Aníta er íþróttafræðingur að mennt og hefur verið viðriðin fimleika frá unga aldri. Hún hefur verið þjálfari í yfir 10 ár og hefur meðal annars tekið þátt í mikilvægri fimleikauppbyggingu í mörgum minni félögum á Suðurlandi.

Við hlökkum til komandi veturs og bjóðum Anítu hjartanlega velkomna.

Tags: