Átta Selfyssingar í íslenska hópnum

Átta Selfyssingar í íslenska hópnum

Átta Selfyssingar eru í landsliðshópum Íslands í fullorðinsflokkum fyrir Evrópumótið í hópfimleikum sem fram fer í Slóveníu 10.-16. október.

Eva Grímsdóttir er í landsliðshóp kvenna og Margrét Lúðvígsdóttir í blönduðum flokki en hvorki fleiri né færri en sex strákar eru í landsliðshópi karla þ.e. þeir Eysteinn Máni Oddsson, Haraldur Gíslason, Konráð Oddgeir Jóhannsson, Rikharð Atli Oddsson, Rúnar Leví Jóhannsson og Unnar Freyr Bjarnarson.

Glæsilegur árangur hjá okkar fólki og svo sannarlega verðugir fulltrúar í landsliðunum.

Nánar er fjallað um landsliðshópana á vefsíðu Fimleikasambandsins.