Bikarslagur á sunnudaginn í meistaraflokki

Bikarslagur á sunnudaginn í meistaraflokki

Blandað lið meistaraflokks Selfoss verður í eldlínunni á sunnudag þegar WOW-bikarinn í hópfimleikum fullorðinna fer fram í Ásgarði í Garðabæ.

Selfoss hefur titil að verja frá fyrra ári og mun án efa mæta grimmt til leiks en búast má við spennandi keppni í flokki blandaðra liða. Liðin sem verða í baráttunni eru lið Gerplu, Selfoss og Stjörnunnar.

Mótið verður sýnt í beinni útsendingu á RÚV en við hvetjum stuðningsmenn að sjálfsögðu til að mæta í stúkuna og hvetja liðið áfram því það getur skipt sköpum í harðri keppni.

Nánari upplýsingar um mótið eru á vefsíðu Fimleikasambandsins.

Meðfylgjandi mynd er frá bikarmótinu 2015.

Tags:
,