Blandað lið Selfoss GK meistarar 2021

Blandað lið Selfoss GK meistarar 2021

Þann 20. febrúar sl. fór fram GK mót í hópfimleikum á Akranesi. Fimleikadeild Selfoss sendi þrjú lið á mótið, 1. flokk kvenna, blandað lið í 1.flokki og kk eldri. Keppendurnir frá Selfossi stóðu sig mjög vel á mótinu.

Blandað lið Selfoss eru GK meistarar 2021. Liðið er ungt og efnilegt og samanstendur af stúlkum og drengjum á aldrinum 13-17 ára. Stelpurnar í 1. flokki enduðu í öðru sæti eftir harða baráttu við Stjörnuna og töpuðu með aðeins 0,065 stiga mun. Keppnin var virkilega hörð í þessum flokki en stúlkurnar frá Selfossi sigruðu trampólínið með stórglæsilegum æfingum. Lið KK eldri saman stendur af drengjum á aldrinum 10-14 ára. Strákarnir stóðu sig vel á mótinu og enduðu í fjórða sæti.

sóh

Á mynd með frétt er blandað lið Selfoss með sigurlaunin.
Á myndum fyrir neðan eru 1. flokkur stúlkna og KK eldri
Ljósmyndir: Umf. Selfoss