Bronsverðlaun á Norðurlandamóti unglinga

Bronsverðlaun á Norðurlandamóti unglinga

Blandað lið Selfoss krækti sér í bronsverðlaun á Norðurlandamóti unglinga sem fram fór í Ásgarði á laugardag. Alls voru sjö lið mætt til leiks í flokknum þar á meðal Selfoss og Gerpla frá Íslandi.

Lið Selfyssinga toppaði klárlega á réttum tíma og sást orkan og öryggið langar leiðir. Þjálfarar liðsins, þær Olga Bjarnadóttir, Tanja Birgisdóttir og Sigrún Ýr Magnúsdóttir, höfðu sett stefnuna á yfir 15 stig á dýnu og trampólíni og yfir 17 á gólfi og tókst það allt saman. Liðið stóðst allar væntingar og náði hæsta skori vetrarins, samtals 48,133 stigum.

Holmen frá Noregi fagnaði sigri og Flemming frá Danmörku varð í 2.sæti aðeins 0,6 stigum á undan Selfoss.

Hér er hægt að skoða heildarúrslit mótsins.

ob/gj

Bronslið Selfoss ásamt þjálfurunum Olgu, Sigrúnu Ýr og Tönju.
Mynd: Umf. Selfoss

Tags: