Danskir fimleikakrakkar í heimsókn

Danskir fimleikakrakkar í heimsókn

Mánudaginn 14. október kom í heimsókn hópur danskra fimleikakrakka frá Árósum. Þetta voru 35 krakkar á aldrinum 7-16 ára.  Þau eru í vikuferð á Íslandi og hafa verið með sýningar fyrir fimleikafélög og leikskóla. Þau hafa dvalist í Gerplu en komu á Selfoss í síðustu viku og buðu uppá sýningu. Selfyssingar kunnu greinilega gott að meta enda var fullt út úr dyrum í Baulu. Þar sem salurinn er ekki gerður fyrir sýningar þurftu áhorfendur að færa sig með fimleikafólkinu til að sjá alla sýninguna. Þetta var hin mesta skemmtun og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir. Meðfylgjandi mynd er frá sýningunni en fleiri myndir má sjá inná facebook síðu fimleikadeildar Selfoss.