Dansþjálfari óskast

Dansþjálfari óskast

Fimleikadeild Umf. Selfoss óskar eftir að ráða dansþjálfara í hópfimleikum.

Dansþjálfari hefur yfirumsjón með dansþjálfun deildarinnar og annast þjálfun hópa. Hjá deildinni starfar öflugt teymi þjálfara, deildin sýnir góðan árangur og mikill metnaður er í starfinu. Æskilegt er að viðkomandi hafi þekkingu á CoP.

Um hlutastarf getur verið að ræða. Æskilegt er að viðkomandi geti tekið til starfa 1.ágúst 2016.

Upplýsingar má fá hjá framkvæmdastjóra Olgu Bjarnadóttur eða á fimleikarselfoss@simnet.is.

Umsóknum ásamt upplýsingum um menntun, starfs- og þjálfarareynslu skal skila fyrir 2. maí á sama netfang.

Stjórn Fimleikadeildar Ungmennafélags Selfoss