Deildarmeistaratitlar á Selfoss

Deildarmeistaratitlar á Selfoss

Vormót Fimleikasambands Íslands fer vel af stað en keppt er í íþróttahúsi Vallaskóla alla helgina. Í kvöld var keppt í 4.flokki kvenna og 2.flokki karla.  Lið Selfyssinga í 2.flokki karla sigraði örugglega en í 2. sæti varð lið Stjörnunnar úr Garðabæ og í þriðja sæti varð lið Ármenninga. Í 4.flokki kvenna sigarði lið Selfoss C en í öðru sæti varð lið Fima frá Akranesi og í þriðja sæti varð lið Gerplu.  Lið Selfoss A hafnaði svo í 5.sæti og lið Selfoss B í 7.sæti en alls tóku 11 lið þátt í 4.flokki.  

í lok vetrar eru krýndir deildarmeistarar en þeim hampa þau lið sem standa stigahæst eftir mót vetrarins.  Þrjú mót töldu til stiga og voru Selfossliðin í báðum þessum flokkum í toppbaráttu eftir mótin sem á undan höfðu verið.  Með sigrinum á mótinu  í kvöld gulltryggðu bæði lið sér Deildarmeistaratitil.  

Á morgun fer svo fram keppni í opnum flokki fyrir hádegi og hefst innmars klukkan 10:30 en keppni í 2.flokki kvenna er eftir hádegi og hefst klukkan 15:10

Tags: