Elmar ráðinn framkvæmdastjóri

Elmar ráðinn framkvæmdastjóri

Fimleikadeild Ungmennafélags Selfoss hefur ráðið Elmar Eysteinsson í stöðu framkvæmdastjóra deildarinnar frá 1. ágúst 2016 en þá kveður Olga Bjarnadóttir eftir 25 ára starf hjá deildinni.

Elmar er menntaður íþróttafræðingur og rekur sjálfstæða einkaþjálfararáðgjöf. Hann þekkir vel til ungmennahreyfingarinnar þar sem hann starfaði áður sem framkvæmdastjóri Ungmennasambands Skagafjarðar.

Við bjóðum Elmar velkominn til starfa og hlökkum til samstarfsins.

Stjórn fimleikadeildar Umf. Selfoss