Enn einn deildarmeistaratitillinn á Selfoss í dag

Enn einn deildarmeistaratitillinn á Selfoss í dag

Síðasti dagur Vormóts FSÍ í hópfimleikum kláraðist í dag með keppni í 3.flokki.  Átján lið voru mætt til keppni í kvennaflokknum og átti Fimleikadeild Selfoss þrjú lið þar af.  Stelpurnar í Selfoss A gerðu sér lítið fyrir og sigruðu mótið með yfirburðum með samtals 41,200 stig en í öðru sæti varð lið Stjörnunnar A með samtals 37,133 stig og í 3.sæti varð lið Gerplu A með samtals 36,500 stig.  Selfoss B og C áttu líka mjög gott mót en lið Selfoss B varð í 5.sæti  með samtals 34,733 stig og Selfoss C í því ellefta með 27,00 stig.  Með sigri á mótinu gulltryggðu Selfoss A sér deildarmeistaratitil en hann byggist á stigasöfnun af þremur mótum í vetur en það var haustmót, íslandsmót unglinga og svo vormót. 
Í karlaflokknum var það lið Hattar sem sigraði, lið Stjörnunnar varð í 2.sæti og lið Ármanns í því þriðja en þetta voru einu liðin sem voru mætt í karlaflokki. 
Í blönduðum flokki mætti aðeins eitt lið til keppni en það var lið Stokkseyringa en það hlaut samtals 17,5 stig.  

Mótið gekk í alla staði vel. Allt stóðst tíma og keppendur, þjálfarar, foreldrar og fararstjórar fóru ánægð heim.  Svona stórt mót eins og þetta krefst margra handtaka og ber að þakka öllum foreldrum og velunnurum deildarinnar sem aðstoðuðu okkur við framkvæmd mótsins.  Þetta hefði aldrei verið hægt án þeirra og flytjum við þeim hér okkar bestu þakkir fyrir frábær og mikilvæg störf.  Börnin öll fá hrós fyrir glæsilegan árangur og góða framkomu en það voru án efa mörg afrekin sem unnust á mótinu.  Úrslit dagsins má sjá hér fyrir neðan. 

 

 

 

 

 

Tags: