Fimleikaæfingar hefjast á föstudaginn

Fimleikaæfingar hefjast á föstudaginn

Búið er að raða í hópa fyrir æfingar vetrarins í fimleikum og hefjast æfingar skv. stundatöflu föstudaginn 1. september. Æfingar fara fram í Baulu, íþróttahúsi Sunnulækjarskóla.

Tímasetningar æfinga voru sendar til foreldra og forráðamanna í tölvupósti. Ef foreldrar hafa einhverjar fyrirspurnir varðandi æfingatíma skal senda þær á netfangið fimleikar@umfs.is.