Fimleikadeild Selfoss á 11 flotta fulltrúa í Úrvalshópi unglinga FSÍ vegna EM 2012

Fimleikadeild Selfoss á 11 flotta fulltrúa í Úrvalshópi unglinga FSÍ vegna EM 2012

Í janúar síðastliðnum sóttu nokkrir krakkar frá fimleikadeild Selfoss landsliðsúrtöku vegna Evrópumótsins í hópfimleikum sem fram fer í Danmörku haustið 2012. Nú hefur 35 manna stúlknahópur og 15 manna drengjahópur verið valinn í áframhaldandi hóp sem kallaður er úrvalshópur FSÍ í unglingaflokki 13-17 ára. 

Þau sem voru valdir frá Selfossi koma hér í stafrófsröð: Arna Björg Gunnarsdóttir, Aron Bragason, Ástrós Hilmarsdóttir, Bryndís Arna Þórarinsdóttir, Eva Grímsdóttir, Eysteinn Máni Oddsson, Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, Margrét Lúðvigsdóttir, Nadía Björt Hafsteinsdóttir, Rikharð Atli Oddsson og Ægir Atlason. 

Krakkarnir munu nú æfa með hópnum og berjast um að halda áfram en næsti niðurskurður fer fram 1. september. Í lok apríl verður hópnum skipt upp í tvo 25 manna hópa þar sem annar hópurinn verður kvennalið og hinn hópurinn verður blandað lið stráka og stúlkna. Það verður gaman að fylgjast með þessum krökkum í þessu spennandi verkefni og vilja þjálfarar og stjórn fimleikadeildar Selfoss óska þeim innilega til hamingju með þennan glæsilega árangur.

Hér fyrir neðan má sjá stúlkurnar sem náðu áfram. Á myndina vantar Margréti Lúðvigsdóttur.

 

 

Á þessari mynd eru eldri stelpurnar sem fóru á sömu æfingu í flokki 16 ára og eldri. Þær bíða enn eftir niðurstöðum um framhaldið, en það kemur í ljós í þessum mánuði.  
Aron Bragason er annar frá hægri í efri röð.
Neðri röð frá vinstri: Rikhard Atli, Eysteinn Máni og Ægir.  Allt ungir og mjög efnilegir drengir.