Fimleikadeild Selfoss hlaut gæðaviðurkenningu ÍSÍ

Fimleikadeild Selfoss hlaut gæðaviðurkenningu ÍSÍ

ÍSÍ notaði tækifærið á afmælissýningu Fimleikadeildar Selfoss og veitti  viðurkenningu og staðfestingu á endurnýjun fyrirmyndarfélags innan ÍSÍ. Í umsögn ÍSÍ kemur fram að handbók deildarinnar er vel unnin og uppfyllir vel öll ákvæði fyrirmyndarfélaga þannig að tryggt er að allir rói í sömu átt. Fimleikadeildin var fyrsta deildin innan Ungmennafélags Selfoss til að verða fyrirmyndardeild árið 2007 en þessi endurnýjun gildir til ársins 2019.

Það var Hafsteinn Pálsson (t.v.) stjórnarmaður ÍSÍ sem afhenti Þóru Þórarinsdóttur formanni fimleikadeildar viðurkenninguna og Guðmundur Kr. Jónsson formaður Umf. Selfoss var þeim til halds og trausts.

Ljósmynd: Umf. Selfoss/Inga Heiða Heimisdóttir.