Fimleikadeild Selfoss óskar eftir þjálfara

Fimleikadeild Selfoss óskar eftir þjálfara

Fimleikadeild Selfoss óskar eftir að ráða þjálfara fyrir elstu hópa félagsins í hópfimleikum.

Um er að ræða þjálfun á iðkendum fæddum 2002 og eldri bæði strákum og stelpum. Blandað lið Selfoss-meistaraflokkur er núverandi handhafi deildar- bikar-og Íslandsmeistaratitla í sínum flokki annað árið í röð. Í stúlknaflokki eru fjölmargir iðkendur í úrvalshópum FSÍ.

Um mjög spennandi og krefjandi verkefni að ræða og mikil tækifæri. Samkeppnishæf laun í boði fyrir rétta aðila. Nánari upplýsingar má fá hjá framkvæmdastjóra félagsins á netfanginu fimleikarselfoss@simnet.is eða hjá stjórn deildarinnar á netfanginu stjorn.fimleikar.selfoss@gmail.com.