Fimleikadeildin safnar fyrir fjölskyldusvæði

Fimleikadeildin safnar fyrir fjölskyldusvæði

Sunnudaginn 13. ágúst ætlar fimleikadeildin í samstarfi við Sumar á Selfossi að halda söfnunaræfingu og mun allur peningurinn renna til uppbyggingar á „fjölskyldusvæði* á Selfossi. Æfingin er í Baulu, íþróttahúsi Sunnulækjarskóla, frá 10:30-12:00 og eru allir velkomnir ungir sem aldnir. 1.000 krónur inn en að sjálfsögðu tökum við á móti frjálsum framlögum.

Sameinumst, söfnum og höfum gaman saman.

Fimleikaþjálfarar deildarinnar taka vel á móti ykkur, ekki vera feimin

Athugið að börn 5 ára og yngri eru á ábyrgð forráðamanna.

Það verður posi á staðnum.