Fimleikafólk á leið á EM

Fimleikafólk á leið á EM

Átta ungmenni frá fimleikadeild Selfoss keppa með landsliðum Íslands á Evrópumeistaramótinu í hópfimleikum sem haldið verður í Maribor í Slóveníu í næstu viku.

Þetta er gríðarlega góður árangur fyrir fimleikadeild Umf Selfoss og sýnir hversu öflug deildin er.

Úrtökuæfingar fyrir landsliðin byrjuðu í febrúar en frá því í vor hafa ungmennin lagt nótt við dag og æft 5-6 sinnum í viku eða um 20 tíma á viku til að vera sem best undirbúin fyrir mótið.

Ungmennin standa sjálf straum af miklum kostnaði vegna verkefnisins eða um 400 þúsund krónur á hvert þeirra. Fimleikasamband Íslands hefur opnað símastyrktarlínu fyrir einstaklinga sem sjá sér fært að styðja við fimleikafólkið okkar.

Þeir sem vilja styðja þau geta hringt í eftirtalin númer og þá færist ákveðin upphæð á símreikninginn:

905-2011 = 1.500 kr.

905-2012 = 3.000 kr.

905-2013 = 5.000 kr.

Einnig hefur fjáröflunarverkefni verið sett af stað undir merkjum Vertu mEMm en þar skora fyrirtæki hvert á annað að styðja við bakið á landsliðunum.

Efri röð: Margrét Lúðvígsdóttir – blandað lið, Eysteinn Máni Oddsson – blandað lið, Konráð Oddgeir Jóhannsson – blandað lið, Rikharð Atli Oddsson – blandað lið og Eva Grímsdóttir – kvennalið. Neðri röð: Júlíana Hjaltadóttir – stúlknalið, Hekla Björt Birkisdóttir – blandað lið unglinga og Aníta Sól Tyrfingsdóttir – stúlknalið.

Tags:
, ,