Fimleikahringurinn á Selfossi

Fimleikahringurinn á Selfossi

Fimleikasambandið er að fara í risa stórt verkefni í sumar sem heitir Fimleikahringurinn, þar sem karlalandslið Íslands í hópfimleikum fer í tíu daga sýningaferð hringinn í kringum Ísland, dagana 22.-31. júlí. Þeir munu koma við á átta stöðum og að loknum sýningum er börnum og unglingum, af öllum kynjum boðið á æfingu undir handleiðslu landsliðsins.

Liðið verður með sýningu í íþróttahúsi Vallaskóla á Selfossi föstudaginn 31. júlí klukkan 16:00. Að lokinni æfingu er öllum börnum og unglingum boðið á æfingu með landsliðinu.