Fimleikaræfingar hefjast að nýju mánudaginn 2. september

Fimleikaræfingar hefjast að nýju mánudaginn 2. september

Mánudaginn næstkomandi, 2. september munum við hefja fimleikaæfingar að nýju.

Æfingarnar fara allar fram í Baulu að venju og hafa nú allir þeir sem forskráðu börnin sín fengið úthlutað plássi og fengið sendan tölvupóst með upplýsingum um hópa, æfingatíma og þjálfara.

Athugið að enn er hægt að skrá í Litla íþróttaskólann sem hefst sunnudaginn 8. september, á selfoss.felog.is

Fyrir biðlista vegna æfinga hjá fimleikadeildinni má líka fara á selfoss.felog.is og skrá þar, en framkvæmdastjóri fer yfir þann lista mjög reglulega og úthlutar plássum ef einhver eru.

Annars hlökkum við til nýs fimleikarvetrar og erum spennt að sjá ykkur í næstu viku 🙂