Fimleikasýning í Baulu

Fimleikasýning í Baulu

Mánudaginn 14. október kemur danskur fimleikahópur í heimsókn og heldur sýningu á Selfossi. Hópurinn samanstendur af krökkum á aldrinum 8-16 ára. Þetta eru bæði krakkar úr áhalda- og hópfimleikum. Sýningin er 25 mínútna löng og verður í Baulu. Aðgangur er ókeypis. Endilega að fjölmenna og fyllum stóru stúkuna okkar!