Fimleikaveturinn

Fimleikaveturinn

Eins og undanfarin haust vinnur fimleikadeildin hörðum höndum að því að koma stundaskrá vetrarins heim og saman.

Skráning gekk vel en vegna fjölda iðkenda eru smávægileg vandræði að hnýta síðustu endana. Við gerum okkar besta en sjáum, því miður, fram á að geta ekki hafið æfingar mánudaginn 25. ágúst eins og við ætluðum.

Við ætlum þó að reyna að klára allar stundaskrár eigi síðar en á sunnudag. Tölvupóstur til forráðamanna með nákvæmum tímasetningum sem og dagsetningu um upphaf annarinnar berast þegar allar stundaskrár eru tilbúnar.

Við þökkum ykkur góðan skilning og hlökkum til að eiga frábært samstarf með ykkur í vetur.

Fimleikadeild Selfoss

Tags: