Fjölmennum á Íslandsmótið í hópfimleikum um helgina

Fjölmennum á Íslandsmótið í hópfimleikum um helgina

Blandað lið Selfoss keppir á íslandsmótinu í hópfimleikum á föstudaginn og ætlar sér stóra hluti. Þau hafa titil að verja frá síðasta ári og fregnir herma að þau séu í svakalegu formi og klár í slaginn. Við hvetjum ykkur öll til að fjölmenna og styðja við bakið á þessu feiknasterka liði og að sjálfsögðu skarta vínrauða litnum. Keppnin hefst á föstudaginn 22. apríl stundvíslega klukkan 17:20 í Kaplakrika í Hafnarfirði. Úrslit á einstökum áhöldum fara svo fram á laugardaginn 23. apríl og hefst keppnin klukkan 13:00.

ÁFRAM SELFOSS