Fjórir þjálfarar á þjálfaranámskeið í Austurríki

Fjórir þjálfarar á þjálfaranámskeið í Austurríki

Síðastliðna viku, 25. ágúst – 1. september, fóru 4 þjálfarar frá Fimleikadeild UMF Selfoss á þjálfaranámskeið í Austurríki. 

Námskeiðið var mjög stíft, þar sem kennt var frá morgni til kvölds alla daga og farið yfir mikið efni. Þátttakendur og kennarar voru víðsvegar að frá Evrópu, en eftir námskeiðið fengu þjálfararnir diplómu fyrir UEG-level 1, sem er alþjóðleg viðurkenning.

Þjálfararnir, Kristín Hanna, Nadía Björt, Sesselja Sólveig og Þyrí koma því heim tilbúnar inn í nýjan fimleikavetur, með fullt af hugmyndum og reynslu í farteskinu.

Á myndinni eru stelpurnar ásamt öðrum þátttakendum á námskeiðinu.