Forskráning í fimleika og parkour 2014-2015

Forskráning í fimleika og parkour 2014-2015

Forskráning á æfingar hjá Fimleikadeild Umf. Selfoss fyrir haustið er hafin. Forskráningin stendur til 10. ágúst og aðeins þeir sem skrá sig fyrir þann tíma eiga tryggt pláss. Skráningin fer fram í gegnum Nóra skráningar- og greiðslukerfi Umf. Selfoss.

Aðeins er verið að biðja um forskráningu en ekki greiðslu. Fólk staðfestir plássið sitt með því að ganga frá greiðslu í ágúst eftir að raðað hefur verið í hópa og stundataflan er klár. Hvetjum alla til að virða skráningartímann svo vinna við niðurröðun gangi sem best fyrir sig.