Forskráningu í fimleika lýkur í dag

Forskráningu í fimleika lýkur í dag

Vekjum sérstaka athygli á að forskráningu í fimleika fyrir veturinn 2014-2015 lýkur á miðnætti í kvöld.

Einungis er um forskráningu að ræða svo á eftir að raða börnunum í hópa og finna þeim æfingatíma. Þegar því er lokið fá forráðamenn sendan póst og þá verður óskað eftir staðfestingu á þátttöku með því að ganga frá greiðslum en það verður ekki fyrr en 26. ágúst.

Iðkendur sem skrá sig fyrir miðnætti í kvöld eiga tryggt pláss en eiga annars á hættu að lenda á biðlista.

Skráning fer fram í gegnum skráningar- og greiðslukerfið Nóra.