Frábær árangur á Wow-mótinu

Frábær árangur á Wow-mótinu

WOW-mótið í hópfimleikum fór fram í Iðu á Selfossi síðastliðinn laugardag. Selfoss sendi tvö lið til keppni þ.e. blandað lið fullorðinna og 1. flokk stúlkna.

Blandað lið Selfoss gerði sér lítið fyrir og sigraði öll þrjú áhöldin, gólf, dýnu og trampólín. Endaði liðið með 53,400 í lokaeinkunn en lið Gerplu kom þar á eftir með 49,250.

Selfossstúlkur enduðu í þriðja sæti í 1. flokki með lokaeinkunnina 48,950. Stjörnustúlkur unnu með 53.300 og Gerplustúlkur tóku annað sætið með lokaeinkunnina 49.950. Stelpurnar okkar byrjuðu á trampólíni sem gekk ekki nógu vel og eiga því mikið inni þar. Eftir erfiða byrjun spíttu þær í lófana, gerðu mun betur í gólfæfingum og þar á eftir kom dýnan sem þær sigruðu með einkunnina 15,750.

Fleiri myndir af mótinu má finna á Selfoss Fimleikamyndir á fésbókinni.

Stelpurnar okkar í 1. flokki er að keppast um að ná inn á Norðurlandamótið sem haldið verður í Danmörku í apríl 2016. Eins og staðan er núna er Stjarnan með 14 stig, Selfoss 8, Gerpla 5 og Fjölnir 5 en það eru tvö bestu mótin af þremur sem gilda til stiga. Um helgina fer fram bikarmót unglinga í hópfimleikum hjá Gerplu í íþróttamiðstöðinni Versölum í Kópavogi og er það síðasta mótið sem telur til stiga. Selfossstelpur keppa á morgun föstudag 26. febrúar kl.19:00.

Um leið og Selfossliðin þakka fyrir stuðninginn í stúkunni á laugardaginn hvetja þau alla Selfyssinga til að mæta í Versali um helgina, hvetja okkar fólk áfram og mála stúkuna vínrauða. Auk 1. flokks keppir fjöldi yngri iðkenda Selfoss á mótinu.

tb

Fimleikar - 1. flokkur

 

Tags:
,