Frábær ferð til Ítalíu

Frábær ferð til Ítalíu

Stór hópur af fimleikastelpum frá Selfossi dvaldi seinustu viku við æfingar á Ítalíu. Æfingar gengu vel og var margt skemmtilegt brallað s.s. hópeflisleikir og morgunskokk á ströndinni, vatnsrennibrautargarður, göngutúrar og margt fleira skemmtilegt. Æft var alla daga, oftast tvisvar, við fínar aðstæður. Stúlkurnar sem eru á aldrinum 13-17 ára voru allar að fara í sína fyrstu æfingaferð út fyrir landsteinana fyrir utan eina sem var að fara í annað skiptið. Þetta var jákvæð upplifun og reynsla sem fer í bankann.

Stelpurnar vilja þakka öllum sem styrktu þær til fararinnar kærlega fyrir stuðninginn.

Tags: