Frábær samvinna í fimleikum og frjálsum

Frábær samvinna í fimleikum og frjálsum

Fimleikastelpurnar í 1. flokki eru í hlaupaþjálfun hjá Fjólu Signýju Hannesdóttur, afrekskonu í frjálsum. Fjóla Signý kennir þeim mikilvægt skref í að beita líkamanum rétt við hlaup og hjálpa þeim þannig að ná enn betri frammistöðu í stökkum bæði á dýnu og trampólíni.

Fremri röð f.v. Auður Helga Halldórsdóttir, Sólrún María Jóhannsdóttir, Íris Embla Gissurardóttir og Kristrún Huang Ólafsdóttir. Efri röð f.v. Inga Sól Kristjánsdóttir, Karítas Líf Sigurbjörnsdóttir, Guðrún Stella Ásbjörnsdóttir, Evelyn Þóra Jósefsdóttir og Klara Sigurðardóttir.
Ljósmynd: Umf. Selfoss/Fjóla Signý