Fullorðinsfimleikar 12 vikna námskeið að hefjast

Fullorðinsfimleikar 12 vikna námskeið að hefjast

12 vikna námskeið í fullorðinsfimleikum hefst 14. janúar og lýkur 1. apríl. Kennt verður á þriðjudögum í Baulu frá 20:00-21:45 og er námskeiðskjaldið 12.000 kr. Kennari verður Þyrí Imsland. Hún ætlar að leiða hópinn í gegnum góðar upphitanir og styrktarþjálfun og léttar tækniæfingar í fimleikum. Allir velkomnir hvort heldur þeir hafi verið í fimleikum áður eður ei. Skráning á fimleikarselfoss@simnet.is.