Gæsla, fimleikar/parkour og leikir

Gæsla, fimleikar/parkour og leikir

Unglingaflokkur Selfoss HM2 er að safna sér fyrir nýjum keppnisgöllum. Þær ætla að vera með fimleika, leiki og fjör fyrir börn í 1.-4. bekk mánudaginn 2. arpíl og þriðjudaginn 3. apríl í íþróttahúsi Sunnulækjarskóla frá kl. 9-12.  Ekki þarf að vera skráður í fimleika til að mega taka þátt heldur eru allir velkomnir.  Skráning er óþörf heldur má bara mæta á staðinn. Þetta er tilvalið til að stytta stundir og prufa nýja íþrótt sér til ánægju og fá hreyfingu í leiðinni.  

Gjaldskrá:
1 dagur 1.000 kr.
2 dagar 1.500 kr.
Systkinaafsláttur 50%