Glæsilegur árangur fyrir austan

Glæsilegur árangur fyrir austan

Fyrri hluti Íslandsmóts unglinga í hópfimleikum fór fram á Egilsstöðum um seinustu helgi. Selfoss sendi þrjú lið til keppni sem öll stóðu sig frábærlega.

Tvö lið kepptu í 2. flokki kvenna þar sem A-liðið  (efri mynd) náði þeim glæsilega árangri að lenda í 3.sæti. B-liðið (neðri mynd) stóð sig einnig með sóma og endaði í sjötta sæti eftir harða baráttu. Lið Selfoss í 2. flokki blandaðra liða tryggði sér bæði Íslands- og deildarmeistaratitilinn á mótinu.

Ljósmyndir frá foreldrum Umf. Selfoss.