Góður árangur á WOW bikarmótinu

Góður árangur á WOW bikarmótinu

WOW Bikarmótið í hópfimleikum fór fram helgina 11-12.mars í Ásgarði, íþróttahúsi Stjörnunnar í Garðabæ . Selfoss átti þrjú lið á mótinu, tvö stúlkna lið í 2.flokk og blandað lið í 2.flokk.

Blandað lið Selfoss í 2. flokki urðu bikarmeistarar og einnig nældi A-lið Selfoss í 2. flokki stúlkna sér í þriðja sæti þrátt fyrir að vera allar á yngra ári í flokknum. B-lið Selfoss í 2. flokki stúlkna átti einnig mjög gott mót þar sem margar eru að stíga sín fyrstu skref í fimleikum.

Liðin stóðu sig öll frábærlega og voru félaginu til sóma.

Ljósmyndir frá Selfoss fimleikamyndir á fésbókinni.