Haustmót í hópfimleikum – seinni hluti

Haustmót í hópfimleikum – seinni hluti

Laugardaginn 17. nóvember síðastliðinn fór fram seinni hluti Haustmótsins í hópfimleikum. Selfoss átti þar 3 lið, lið í 2. flokki, lið í yngri drengjaflokki og lið í eldri drengjaflokki. 2. flokkur varð í 4. sæti af 15 liðum og vann sér þar með inn sæti í A-deildinni í vetur. Eldri drengirnir gerðu sér litið fyrir og unnu sinn flokk örugglega og yngri drengirnir lentu í 2. sæti. Í þeirra flokkum er aðeins keppt í A-deild svo strákarnir verða i keppni um Bikar -, deildar og Íslandsmeistaratitil í vetur.

Frábær árangur hjá liðunum frá Selfoss – innilega til hamingju, iðkendur og þjálfarar!