Haustmótið í hópfimleikum á Selfossi 22. -23. nóvember 2014

Haustmótið í hópfimleikum á Selfossi 22. -23. nóvember 2014

Haustmót í hópfimleikum fer fram núna um helgina 22.-23.nóvember á Selfossi. Alls eru rúmlega 600 keppendur skráðir til keppni í 52 liðum. Keppt verður í sjö flokkum eftir kyni og aldri en keppendur eru á aldursbilinu 9-17 ára. Liðin eru mörg hver mætt um langan veg en keppendur koma víðs vegar að af landinu. Mikil spenna er í loftinu fyrir fyrsta móti vetrarins og ljóst er að það verður líf og fjör í Vallaskóla þar sem mótið fer fram.
Fimleikadeild Selfoss er eina félagið af Suðurlandi sem á keppnislið að þessu sinni en lið þeirra eru átta talsins. Við hvetjum ykkur til að kíkja við í Vallaskóla á skemmtilegt mót.  Hér fyrir neðan má sjá nánara skipulag mótsins.

tímaskipulag_haustmóts 2014

Tags:
,