Hitað upp fyrir EM – 1. hluti

Hitað upp fyrir EM – 1. hluti

Evrópumótið í hópfimleikum verður haldið á Íslandi dagana 15. – 18. október. Níu þátttakendur uppaldir hjá Fimleikadeild Selfoss munu keppa með landsliðum Íslands í mismunandi flokkum. Mótið er einstakur viðburður í íþróttasögu Íslendinga en það verður sett með glæsilegri opnunarhátíð miðvikudaginn 15. október klukkan 17:00 í Frjálsíþrótthöllinni í Laugardal.

Við hitum upp fyrir mótið með viðtölum við landsliðsfólk Selfyssinga sem birtast hér á vef Umf. Selfoss á hverjum degi fram að móti.

Fyrstur í röðinni er Eysteinn Máni Oddsson sem keppir með blönduðu liði unglinga.

Eysteinn Máni er fæddur 1998 og eru foreldrar hans Þóra Þórarinsdóttir og Oddur Þorbergur Hermannsson.

Helsta fyrirmynd í fimleikum: Niclas Butén og Mads Pind.

Uppáhalds morgunmatur: Beikon og egg.

Hvað hugsar þú áður en þú hleypur af stað í tvöfalt strekkt á dýnu? Ef ég hugsa eitthvað þá er það að horfa í fiberinn í take-offinu.

Markmið á EM: Að liðinu gangi sem best og ná sem bestum úrslitum.

Efirminnilegasta fimleikamótið: Klárlega NM 2014 með blönduðu liði Selfoss.

Við óskum Eysteini Mána góðs gengis á Evrópumótinu.

Við hvetjum ykkur að sjálfsögðu að næla ykkur í miða á Midi.is og veita afreksíþróttamönnum okkar stuðning beint í æð með því að mæta í Laugardalinn og styðja landsliðin okkar.

ÁFRAM ÍSLAND!

Tags:
,