Hitað upp fyrir EM – 4. hluti

Hitað upp fyrir EM – 4. hluti

Evrópumótið í hópfimleikum verður haldið á Íslandi dagana 15. – 18. október. Níu þátttakendur uppaldir hjá Fimleikadeild Selfoss munu keppa með landsliðum Íslands í mismunandi flokkum. Mótið er einstakur viðburður í íþróttasögu Íslendinga en það verður sett með glæsilegri opnunarhátíð miðvikudaginn 15. október klukkan 17:00 í Frjálsíþrótthöllinni í Laugardal.

Við hitum upp fyrir mótið með viðtölum við landsliðsfólk Selfyssinga sem birtast hér á vef Umf. Selfoss á hverjum degi fram að móti.

Fjórða í röðinni er Nadía Björt Hafsteinsdóttir sem keppir með blönduðu liði unglinga.

Nadía Björt er fædd 1997 og eru foreldrar hennar Hafsteinn Guðmundsson og Guðrún Ásta Garðarsdóttir.

Fyrirmynd: Ingunn Jónasdóttir Hlíðberg.

Uppáhalds fimleikastökk: Full rudy og araba flikk tvöfalt streit.

Helsta afrekið i fimleikum: Þegar èg var valin efnilegasti unglingur Fimleikadeildar Selfoss og að komast í landslið unglinga 2012 og 2014.

Hvað gerir þú kvöldið fyrir keppni? Þá hugsa ég vel um líkamann minn og passa sérstaklega vel um hvað ég borða. Alltaf þegar ég leggst upp í rúm set èg heyrnatól í eyrun og set stökklagið á og fer i gegnum öll stökkin mín nokkrum sinnum í huganum og hlusta líka á danslagið og fer i gegnum dansinn i huganum nokkrum sinnum. Fer síðan að sofa snemma og passa að fá 8-10 tíma svefn.

Markmið á EM: Gera mitt allra besta og lenda á palli.

Við óskum Nadíu Björt góðs gengis á Evrópumótinu.

Við hvetjum ykkur að sjálfsögðu að næla ykkur í miða á Midi.is og veita afreksíþróttamönnum okkar stuðning beint í æð með því að mæta í Laugardalinn og styðja landsliðin okkar.

ÁFRAM ÍSLAND!


Fyrri kynningar:

Eysteinn Máni Oddsson

Alma Rún Baldursdóttir

Konráð Oddgeir Jóhannsson

Tags:
,