Hitað upp fyrir EM – 6. hluti

Hitað upp fyrir EM – 6. hluti

Evrópumótið í hópfimleikum verður haldið á Íslandi dagana 15. – 18. október. Níu þátttakendur uppaldir hjá Fimleikadeild Selfoss munu keppa með landsliðum Íslands í mismunandi flokkum. Mótið er einstakur viðburður í íþróttasögu Íslendinga en það verður sett með glæsilegri opnunarhátíð miðvikudaginn 15. október klukkan 17:00 í Frjálsíþrótthöllinni í Laugardal.

Við hitum upp fyrir mótið með viðtölum við landsliðsfólk Selfyssinga sem birtast hér á vef Umf. Selfoss á hverjum degi fram að móti.

Sjötta í röðinni er Rakel Nathalie Kristinsdóttir sem keppir með kvennaliði Íslands í fullorðinsflokki.

Rakel Nathalie er fædd 1992 og eru foreldrar hennar Kristinn Guðnason og Marjolijn Tiepen.

Fyrirmynd: Ekki einhver ein. Fólk  sem lætur ekkert stoppa sig í að ná markmiðum sínum finnst mér alltaf aðdáunarvert.

Uppáhaldsstökk á tramp: Full half streit og tvöfalt streit rudy out. Lík stökk sem ég get ekki gert upp á milli.

Eftirminnilegasta fimleikamótið: Öll stórmót eru mjög eftirminnileg, EM 2008, 2010 og 2012. Og náttúrulega NM 2011 og 2013 þegar við urðum Norðurlandameistarar með blönduðu liði Ollerup. Einnig man ég alltaf eftir Íslandsmóti unglinga 2008 þegar við í Selfoss unnum óvæntan en mjög skemmtilegan sigur.

Markmið EM 2014: Líklega ekki neitt leyndarmál að við stefnum á gullið og markmiðið mitt er þar af leiðandi að gera allt sem ég get til að við náum þeim árangri!

Við óskum Rakel Nathalie góðs gengis á Evrópumótinu.

Við hvetjum ykkur að sjálfsögðu að næla ykkur í miða á Midi.is og veita afreksíþróttamönnum okkar stuðning beint í æð með því að mæta í Laugardalinn og styðja landsliðin okkar.

ÁFRAM ÍSLAND!


Fyrri kynningar:

Eysteinn Máni Oddsson

Alma Rún Baldursdóttir

Konráð Oddgeir Jóhannsson

Nadía Björt Hafsteinsdóttir

Rikharð Atli Oddsson

Tags:
,