Hlaupatækni og hlaupastíll

Hlaupatækni og hlaupastíll

Laugardaginn 24. janúar stendur Fimleikadeild Selfoss fyrir komu Silju Úlfarsdóttur þjálfara sem ætlar að vera með æfingu í hlaupastíl og hlaupatækni með það að markmiði að ná sem mestu út úr hlaupi á trampólínið.

Silja er fyrrverandi afrekskona í frjálsum íþróttum en hún hefur mikla reynslu af hlaupum en það var hennar áhersla á ferlinum.

Um morguninn fara þjálfararnir í deildinni á fyrirlestur og í verklega kennslu en eftir hádegið verða tveir tímar fyrir iðkendur deildarinnar í hlaupaþjálfun og fræðslu um tækni og stíl í spretthlaupi sem nýtist á trampólínið. Þjálfurum annarra deilda félagsins er einnig velkomið að taka þátt í þessu frábæra framtaki deildarinnar.

Eftirfarandi tímasetningar eru á æfingum iðkenda. Klukkan 12:30-13:30: iðkendur fæddir 2003, 2002 og 2001 Klukkan 13:30-14:30: iðkendur fæddir 2000, 1999, 1998, 1997, 1996, 1995 og fyrr.

Kennsla fer fram í Baulu og er iðkendum fimleikadeildarinnar að kostnaðarlausu.

Vonandi koma sem flestir til að nýta sér þessa fræðslu og æfingu.

Tags: