HSK mót í fimleikum

HSK mót í fimleikum

HSK mótið í fimleikum verður að þessu sinni haldið í íþróttahúsinu Iðu á Selfossi þann 8. febrúar nk.

Keppt verður eftir Team gym reglum auk byrjendaflokka með undanþágum líkt og undanfarin ár. Skráningar skulu berast til Rakelar á netfangið rakeel-4@hotmail.com fyrir 30. janúar 2015.
Börn fædd 2007 eru velkomin á mótið.

Keppnisgjald er kr. 1.200 á hvern keppanda og hvert félag má gera ráð fyrir að þurfa skila inn a.m.k. tveimur dómurum en það fer eftir fjölda liða. Keppnisgjald skal greiða á mótstað eða inn á reikning.

Tónlistinni skal skilað inn rafrænt á netfangið unnurthoris@gmail.com.

Nánari upplýsingar gefur fimleikanefnd HSK.

Tags: