Hugrún Hlín og Eysteinn Máni fimleikafólk ársins

Hugrún Hlín og Eysteinn Máni fimleikafólk ársins

Á jólasýningu fimleikadeildarinnar hefur skapast sú hefð að krýna fimleikamenn ársins. Að þessu sinni urðu fyrir valinu Hugrún Hlín Gunnarsdóttir 19 ára Selfossmær og Eysteinn Máni Oddsson 15 ára Selfyssingur. Þau hafa bæði sýnt framúrskarandi árangur á æfingum og í keppni á líðandi ári og eru yngri iðkendum deildarinnar miklar fyrirmyndir. Þau leggja mikinn metnað í æfingar sínar og eru mikilvægir liðsmenn í keppnum. Þau æfa stíft þessa dagana enda styttist í niðurskurð landsliðshópa vegna EM 2014. Það verður gaman að sjá hvað þau gera á nýju ári enda nóg af verkefnum framundan.

Fimleikadeild Selfoss færir þeim hamingjuóskir og óskar þeim gæfu og góðs gengis á nýju fimleikaári.

ob

Hugrún Hlín og Eysteinn Máni.
Mynd: Inga Heiða Heimisdóttir.