Íslandsbanki áfram aðalstyrktaraðili fimleikadeildarinnar

Hróðný Hanna og Bergþóra Kristín við undirskrift samningsins.

Íslandsbanki áfram aðalstyrktaraðili fimleikadeildarinnar

Hróðný Hanna og Bergþóra Kristín við undirskrift samningsins.

Fimleikadeild Selfoss og Íslandsbanki á Selfossi hafa endurnýjað samning sinn um að bankinn sé aðalstyrktaraðili fimleikadeildarinnar. Samningurinn hefur verið virkur í nokkur ár og er það deildinni afar mikilvægt að hafa trausta bakhjarla sem styðja fjárhagslega við starfsemina. Íþróttafélög þurfa öll á góðum stuðningi að halda og er fimleikadeild Selfoss mjög ánægð með þann góða stuðning sem Íslandsbanki sýnir deildinni árlega. Á myndinni eru Hróðný Hanna Hauksdóttir, viðskiptastjóri hjá Íslandsbanka og Bergþóra Kristín Ingvarsdóttir, framkvæmdastjóri fimleikadeildarinnar, við undirritunina.