Íþróttaskólinn byrjar á sunnudaginn

Íþróttaskólinn byrjar á sunnudaginn

Sunnudaginn 3. september hefjum við æfingar í íþróttaskólanum.

Æfingar fara fram í tveimur hópum, þeir eru eftirfarandi:

Hópur 1: Börn fædd 2015-2016 eru frá kl. 10:00-10:50.

Hópur 2: Börn fædd 2012-2014 eru frá kl. 11:00-11:50.

Æfingar eru alla sunnudaga frá og með 3. september til 19. nóvember alls tólf skipti.

Allir sem ætla að mæta verða að skrá sig https://selfoss.felog.is/

Gengið er frá skráningu í gegnum skráningar- og greiðslukerfið Nóra á slóðinni selfoss.felog.is og verða allir að skrá sig þar.

Námskeiðið kostar 15.000 krónur en í boði er 50% systkinaafsláttur. Til að nýta hann verður að hafa samband við framkvæmdastjóra deildarinnar í netfangið fimleikar@umfs.is.

Þjálfarar eru Berglind Elíasdóttir og Unnur Þórisdóttir ásamt aðstoðarþjálfurum.

Hlökkum til að sjá ykkur.